28. október 2014

Tilkynnig frá tómstundarfulltrúanum

Ágætu foreldrar. Ákveðið hefur verið að taka upp ákveðnar reglur í tómstundastarfi Reykhólaskóla.

 

Ofbeldi er ekki liðið og það sama á við um “gamni” slag. Ef einstaklingur er staðinn að verki við að beita annan einstakling ofbeldi fær viðkomandi gult spjald. Sé hann staðinn að verki í annað skipti skal sá hinn sami yfirgefa tómstundastarfið í það skipti og fær ekki að næta á næsta viðburð. Viðkomandi byrjar þá með hreinan skjöld næst þegar hann má mæta á viðburð.

Þetta er gert til þess að allir einstaklingar sem taka þátt í tómstundastarfi finni fyrir öryggi og lendi ekki í aðstæðum sem þau vilja ekki vera í.

 

Ef um veikindi ræðir þá gildir sú regla að sé einstaklingur veikur og mæti ekki í skóla um morguninn er ekki ætlast til að hann mæti í tómstundastarf síðar þann dag eða um kvöldið.

 

Fimmtudaginn 30. október verður brjóstsykursgerð kl. 15:15 fyrir börn í 1.-4. bekk. Mæting við heimilisfræðistofu. Foreldrar mega endilega mæta með börnunum sínum.

 

Foreldrar barna í 7.-10. bekk eru hvattir til að hjálpa krökkunum við fjáröflun.

 

Það styttist í fyrstu fjáröflunarferðina og er hún fyrirhuguð á næstu vikum.  Einnig er fyrirhugað að halda 3ja kvölda félagsvistarkvöld. Verður það haldið klukkan 20.00 fimmtudagana 13. nóvember, 20. nóvember og 4. desember. Hvert barn á að koma með tvo vinninga sem það hefur annað hvort fengið að gjöf eða keypt. Eftirfarandi fyrirtæki hafa verið dugleg að gefa vinninga:

MS búðardal (ostakörfu), Sæferðir stykkishólmi, Hraunsnef ferðaþjónusta. Svo getur verið sniðugt að leita til fyrirtækja innansveitar til að kanna hvort hægt sé að leita styrkja hjá þeim.

Vinningarnir þurfa að vera reiðubúnir í vikunni sem fyrsta kvöldið er haldið.

 

Bestu kveðjur

 

Jóhanna Ösp Einarsdóttir J

Á döfinni

« Febrar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón