11. mars 2016

Þemavika, árshátíð og páskafrí!

1 af 3

Í næstu viku eru nemendur Reykhólaskóla í þemavinnu og sýna svo afraksturinn á árshátíð skólans sem verður fimmtudaginn 17. mars.

Að þessu sinni var ákveðið að nemendur myndu kynna sér níunda áratuginn eða 80´s eins og margir kalla áratuginn. Nemendur skoða áhugaverða atburði sem gerðust á áratugnum, kynna sér músík og tísku á þessum tíma.

Árshátíðin verður fimmtudaginn 17. mars og opnar húsið kl. 19:00. Sýningin hefst kl. 19:30. Foreldrafélagið sér um veitingar.

Föstudaginn 18. mars er starfsdagur hjá starfsmönnum Reykhólaskóla. Eru þá nemendur grunnskóladeildar komnir í páskafrí og nemendur leikskóladeildar fá langt helgarfrí.

Eigið góða helgi!

Á döfinni

« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón