11. mars 2016
Þemavika, árshátíð og páskafrí!
Í næstu viku eru nemendur Reykhólaskóla í þemavinnu og sýna svo afraksturinn á árshátíð skólans sem verður fimmtudaginn 17. mars.
Að þessu sinni var ákveðið að nemendur myndu kynna sér níunda áratuginn eða 80´s eins og margir kalla áratuginn. Nemendur skoða áhugaverða atburði sem gerðust á áratugnum, kynna sér músík og tísku á þessum tíma.
Árshátíðin verður fimmtudaginn 17. mars og opnar húsið kl. 19:00. Sýningin hefst kl. 19:30. Foreldrafélagið sér um veitingar.
Föstudaginn 18. mars er starfsdagur hjá starfsmönnum Reykhólaskóla. Eru þá nemendur grunnskóladeildar komnir í páskafrí og nemendur leikskóladeildar fá langt helgarfrí.
Eigið góða helgi!