10. september 2018
Tálgun
Á morgun þriðjudaginn 11.9 og miðvikudag 12.9 verður námskeið í tálgun hér í skólanum.
Gestakennari er Ólafur Oddson.
Megináhersla er lögð á:
- Tálgutækni
- Höggvið í eldinn
- Grisjun og umhirða skógarins
- Eldiviðurinn og útieldun
- Áhöld og búnaður við tálgun.
Í framhaldi af þessari heimsókn mun Rebekka svo halda áfram með verkefnið og krökkunum verður boðið uppá að tálga í útifrímínútum og í hádegishléum.
Hafa ber í huga að kennslan fer fram utandyra að mestu leiti og því er nauðsynlegt að börnin séu vel útbúin og klædd í samræmi við veður.