19. september 2013
TÓNLEIKAR Á MORGUN
Tónleikar í fyrsta tíma á morgun. Haldnir verða stuttir tónleikar fyrir nemendur skólans strax í fyrsta tíma (08:30) á morgun. Foreldrar eru einnig velkomnir á tónleikanna.
Allt frá árinu 1995 hefur verði staðið fyrir tónleikum á grunnskólum landsins þar sem boðið er upp á vandaða skólatónleika fyrir börn þar sem skemmtun og menntun haldast í hendur.
Leitast er við að bjóða upp á fjölbreytta tónlist í hæsta gæðaflokki í flutningi atvinnutónlistarfólks. Upplifun barnanna af tónleikunum er lykilatriði og áhersla er lögð á að hún verði sem allra best.
Skólastjóri