Starfsfólk vantar við tónlistar-,leik- og grunnskóla.
Lausar stöður í tónlistar-, grunn- og leikskóla Reykhólahrepps.
Reykhólaskóli er samrekinn leik- grunn- og tónlistarskóli sem starfar eftir hugmyndafræðinni um jákvæðan aga. Nemendur skólans eru um 70 og starfsmenn um 20. Reykhólahreppur aðstoðar umsækjendur með að finna húsnæði.
Reykhólaskóli;
Grunnskólakennarar í 80-100% stöðu til að kenna m.a. ensku,dönsku, raungreinar.
Hæfniskröfur;
Leyfisbréf sem grunnskólakennari æskileg.
Reynsla af kennslu í grunnskóla mjög æskileg.
Reynsla og þekking á fjölbreyttum kennsluaðferðum.
Lausnamiðuð viðhorf og geta til sjálfstæðra vinnubragða
Jákvæðni
Stuðningsfulltrúi í 80-100% stöðu.
Hæfniskröfur;
Góða skipulagshæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum.
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
Lausnamiðuð viðhorf og geta til sjálfstæðra vinnubragða
Jákvæðni
Hólabær;
Leikskólakennara óskast til starfa í 80-100% stöðu.
Hæfniskröfur;
Leikskólakennaramenntun æskileg.
Góða skipulagshæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum.
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
Lausnamiðuð viðhorf og geta til sjálfstæðra vinnubragða.
Góð íslenskukunnátta
Jákvæðni
Starfsmann á leikskóla starfshlutfall er samkomulagsatriði.
Hæfniskröfur;
Góða skipulagshæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum.
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
Lausnamiðuð viðhorf og geta til sjálfstæðra vinnubragða
Jákvæðni
Tónlistarskóli Reykhóla;
Tónlistarkennara til að vinna með nemendum í grunn- og miðnámi. Um tímabunda allt að 100% stöðu er að ræða veturinn 2018-2019 vegna fæðingarorlofs. Möguleiki á áframhaldandi ráðningu.
Upplýsingar um ofangreind störf veitir Valgeir Jens Guðmundsson skólastjóri. skolastjori@reykholar.is s. 4347731.
Umsóknum skal skilað á netfangið skolastjori@reykholar.is Umsóknarferstur er til 18. maí 2018.
Gerð er krafa um hreint sakavottorð. Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.