2. júní 2020

Skólaslit Reykhólaskóla 28.5.2020

Skólaslit Reykhólaskóla 2020 voru þann 28. maí síðastliðinn. Margt var um manninn eins og má sjá á meðfylgjandi myndum. Einhverjar breytingar verða hjá okkur næsta vetur eins og oft vill verða á milli ára en við kveðjum nokkra starfsmenn með söknuði sem hafa margir hverjir unnið við skólann í tugi ára. Inda okkar allra sem hefur verið hjá okkur næstum því alltaf, ætlar að fara að njóta þess að vera í fríi og bara að hugsa um skepnurnar sínar og hún Steina okkar Rasmus ætlar einnig að hætta eftir marga tugi í starfi hjá okkur og fara að hafa það náðugt og einnig kveðjum við hana Hönnu okkar og þökkum við þeim öllum kærlega fyrir óeigingjarnt starf. Þær hafa allar sett sitt fingrafar á starf Reykhólaskóla.
María Rós sem var hjá okkur í vetur hverfur að öðrum verkefnum í vetur og við krossum putta um að hún komi aftur til okkar síðar. Sjöfn og Hafrós sem voru í grunnskólanum í vetur verða annars vegar í félagsstarfinu og ´í leikskólanum. Við sjáum einnig á eftir Birgittu okkar úr leikskólanum og óskum við henni velfarnaðar á nýjum slóðum um leið og við þökkum henni vel unnin störf og þeim öllum.

Á döfinni

« Febrar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón