23. maí 2014

Skólaslit Reykhólaskóla

Útskriftarnemar
Útskriftarnemar
1 af 8

í gær voru skólaslit Reykhólaskóla. Gaman var að sjá hversu margir komu. Útskrifaðir voru þrír nemendur úr 10. bekk, það voru þau Bartek Witkowski, Hulda Kristín Ragnarsdóttir og Sindri Júlíus Bjarnason. Veitt var viðurkenning frá Danska sendiráðinu, að þessu sinni var ákveðið að veita verðlaun fyrir góða ástundun og vinnusemi í dönsku og var það Sindri Júlíus sem fékk þau verðlaun. 

Önnu Gretu skólastjóra var þakkað fyrir gott starf en hún hættir sem skólastjóri Reykhólaskóla 1. júlí og tekur við starfi skólastjóra Flóaskóla í Flóahrepp.

Eftir skólaslitin var nemendum, foreldrum og gestum boðið upp á kaffiveitingar í skólanum og skoða sýningu á verkum nemenda. Hér á eftir koma myndir af vinnunni þeirra.

Starfsfólk Reykhólaskóla  þakkar öllum fyrir samstarfið í vetur og hlakkar til að takast á við ný verkefni í haust.

Eigið gott sumar Cool

Á döfinni

« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón