Skólasetning grunnskóladeildar verður þriðjudaginn 21. ágúst kl. 08:30 í matsal Reykhólaskóla. Allir eru velkomnir. Að lokinni skólasetningu fara nemendur með umsjónarkennurum í sínar stofur, þar sem þau fá afhenda stundarskrá og farið verður yfir dagskrá vetrarins.
Mötuneyti Reykhólaskóla verður að sjálfsögðu starfrækt. Nemendur fá morgunverð í skólanum kl. 09:50 þar er í boði hafragrautur, súrmjólk og ávextir.
Í hádeginu er afgreiddur heimilismatur og nemendur fá ávexti á eftir.
Verð fyrir skólamáltíð
Nemendur í 1. – 4. bekk 8110 kr. pr. mán*.
Nemendur í 5. – 7. bekk 11006 kr. pr. mán*.
Nemendur í 8. – 10. bekk 13208 kr. pr. mán*.
*þessi verð eru miðuð við að nemendur sé í mat alla daga.
Foreldrar geta valið ákveðna daga í vikunni en það verður að láta vita af því fyrirfram. Vinsamlegast hafið samband við Valgeir Jens (skolastjori@reykholar.is eða í síma 434-7806) ef þið viljið að börnin ykkar séu ekki alla daga vikunnar eða ekki í mat.
Síðstliðin skólaár hefur skólinn verið með átakið göngum í skólann, þar sem nemendur og starfsmenn komu fótgangandi í skólann. Búið er að ákveða að halda þessu átaki áfram og hafa yfirskriftina „göngum eða hjólum í skólann“ eitthvað fram í október (fer eftir veðri og vindum). Nemendur í grunnskóla sem koma með skólabílnum verður hleypt út hjá Reykhólakirkju. Við hvetjum foreldra til þess að láta börnin ganga/hjóla í skólann.
Kennarar og starfsfólk Reykhólaskóla hlakkar til samstarfs og samveru á komandi skólaári.
Kveðja Valgeir Jens Guðmundsson, skólastjóri