13. febrúar 2017
Skóladagatal og starfsdagur
Breytingar hafa átt sér stað á skóladagatali. Búið er að flytja dansinn til 20. - 24. mars. Árshátíð Reykhólaskóla verður 6. apríl í stað 17. mars. Starfsdagur sem átti að verða 20. mars verður 7. apríl í staðinn. Endilega kynnið ykkur nýtt skóladagatal.
Starfsdagur verður í Reykhólaskóla mánudaginn 20. febrúar og foreldraviðtöl verða miðvikudaginn 22. febrúar. Tímasetningar verða auglýstar síðar