13. maí 2016

Síðasti skóladagurinn og skólaslit.

Nú er þetta skólaár að verða búið. Miðvikudagurinn 18. maí verður síðasti skóladagurinn okkar. Skóli hefst á venjulegum tíma kl. 08:30 en lýkur kl. 12:30. Að þessu sinni verður fjölgreindarleikar, þar sem stuðst er við fjölgreindarkenningu Garners.  Nemendur vinna á mismunandi stöðvum við mismunandi verkefni.

Nemendur í 5. – 7. bekk fara í skólaferðalag eftir hádegi 18. maí. Farið verður á Snæfellsnes. Stefnt er að því að nemendur í 1. – 4. bekk fari í skólaferðalag 19. maí til Hólmavíkur og nágrennis. Við þurfum að óska eftir aðstoð foreldra við akstur. Nánari upplýsingar um skólaferðalögin koma í tölævupósti.

Skólaslit verða fimmtudaginn 26. maí kl. 20:00 í Reykhólakirkju. Eftir skólaslit verður foreldrum/forráðamönnum og nemendum boðið í kaffi í Reykhólaskóla. Hlökkum til að sjá ykkur öll.

Kveðja starfsfólk Reykhólaskóla

Á döfinni

« Febrar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón