12. maí 2014

Síðasti skóladagurinn og skólaslit.

5. - 6. bekkur í heimilisfræði
5. - 6. bekkur í heimilisfræði
1 af 4

Nú er þetta skólaár að verða búið. Miðvikudagurinn 14. maí verður síðasti skóladagurinn okkar. Skóli hefst á venjulegum tíma kl. 08:30 og byrjað verður á að ganga frá í skólastofunni. Nemendur þurfa ekki að taka með sér skólatösku. Eftir þetta verður húllumhæ s.s. fjársjóðsleit, þrautalausnir o.fl. Að lokum förum við í sund og verða því nemendur að taka með sér sundföt. Skólalok verða kl. 15.00

Skólaferðalög nemenda verða auglýst af umsjónarkennara og hvet ég ykkur til að fylgjast vel með tölvupóstinum.

Skólaslit verða fimmtudaginn 22. maí kl. 20:00 í Reykhólakirkju. Eftir skólaslit verður foreldrum/forráðamönnum og nemendum boðið í kaffi í Reykhólaskóla. Hlökkum til að sjá ykkur öll.

Kveðja starfsfólk Reykhólaskóla

Á döfinni

« Febrar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón