14. maí 2018
Síðasta kennsluvikan á skólaárinu 2017-2018.
Föstudagurinn 18.5 er síðasti kennsludagurinn í grunnskóladeild Reykhólaskóla.
Að þessu sinni ætlum við að vera með fjölgreindarleika fimmtudaginn 17.5 og minnum við á að nemendur mæti vel skóuð og í hlýjum fötum.
Í næstu viku eru svo skipulögð skólaferðalög nemenda.
1.-4. Bekkur fara á Eiríksstaði 24.5.
5.-7. Bekkur fer í Borgarfjörð dagana 22.5-23.5.
8-10. Bekkur heimsækir Skagafjörð 23.5-25.5.
Umsjónakennarar senda út nákvæmari dagskrá.
Skólaslitin verða síðan þriðjudaginn 29. maí kl. 17:00 í Reykhólakirkju.