13. mars 2014
Samfélagsfræðiverkefni um gamla tímatalið.
Nemendur í 3. og 4. bekk hafa að undanförnu verið að læra um gamla tímatalið hér á Íslandi. Þau gerðu svo könnun meðal nemenda og nokkurra starfsmanna skólans og settu svo niðurstöður sínar niður á blað. Kom þar í ljós að flestir eiga afmæli á þessu ári, samkvæmt gamla tímatalinu, á þorra og í skerplu. Það getur verið breytilegt milli ára í hvaða mánuði afmælið kemur upp.