Reykhólaskóli auglýsir
Reykhólaskóli tónlistardeild óskar eftir tónlistar-/tónmenntakennara í 50% starf frá og með 5. september 2022. Tónlistardeild er rekin innan Reykhólaskóla þar sem tónlistar- og tónmenntarkennsla er samofin öðru skólastarfi. Við skólann er lögð áhersla á samþættingu námsgreina og leiðsagnarnám. Við tónlistardeildina stunda nemendur nám á ýmis hljóðfæri. Meirihluti kennslunnar fer fram á skólatíma. Helstu verkefni og ábyrgð Almenn tónlistarkennsla Tónmenntarkennsla og tónlistarstarf í leik- og grunnskóladeild Önnur verkefni sem skólastjóri felur kennara Menntunar- og hæfniskröfur Tónlistarkennaramenntun eða haldgóð tónlistarmenntun sem nýtist í starfi Færni í kennslu á ýmis hljóðfæri Lipurð, jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð Hreint sakavottorð Reykhólaskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 50% starf frá 5. september 2022 til 25. maí 2023. Helstu verkefni og ábyrgð Stuðningsfulltrúi er kennara til aðstoðar við að sinna nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð eða að aðstoða við bekkjarstarf í einstaka hópum eða bekkjardeildum. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum. Menntunar og hæfniskröfur Áhugi að vinna með ungmennum Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð Hreint sakavottorð Um tvö 50% störf er að ræða en það er mikill kostur ef sama manneskjan getur sinnt báðum störfum. Umsóknarfrestur er til og með 4. september. Ráðið verður tímabundið í báðar stöðurnar. Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Anna Margrét Tómasdóttir skólastjóri Reykhólaskóla á netfangið skolastjori@reykholar.is, eða í síma 434-7806. Ferilskrá og umsókn sendist á skolastjori@reykholar.is. Laus til umsóknar staða tónlistar-/ tónmenntakennara
Laus til umsóknar staða stuðningsfulltrúa