30. ágúst 2022

Reykhólaskóli auglýsir

Laus til umsóknar staða tónlistar-/ tónmenntakennara

Reykhólaskóli tónlistardeild óskar eftir tónlistar-/tónmenntakennara í 50% starf frá og með 5. september 2022. Tónlistardeild er rekin innan Reykhólaskóla þar sem tónlistar- og tónmenntarkennsla er samofin öðru skólastarfi. Við skólann er lögð áhersla á samþættingu námsgreina og leiðsagnarnám. Við tónlistardeildina stunda nemendur nám á ýmis hljóðfæri. Meirihluti kennslunnar fer fram á skólatíma. 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Almenn tónlistarkennsla

 • Tónmenntarkennsla og tónlistarstarf í leik- og grunnskóladeild 

 • Önnur verkefni sem skólastjóri felur kennara

Menntunar- og hæfniskröfur 

 • Tónlistarkennaramenntun eða haldgóð tónlistarmenntun sem nýtist í starfi 

 • Færni í kennslu á ýmis hljóðfæri 

 • Lipurð, jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum

 • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð 

 • Hreint sakavottorð 

Laus til umsóknar staða stuðningsfulltrúa 

Reykhólaskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 50% starf frá 5. september 2022 til 25. maí 2023. 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Stuðningsfulltrúi er kennara til aðstoðar við að sinna nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð eða að aðstoða við bekkjarstarf í einstaka hópum eða bekkjardeildum. 

 • Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum.

Menntunar og hæfniskröfur 

 • Áhugi að vinna með ungmennum

 • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum

 • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð 

 • Hreint sakavottorð 

Um tvö 50% störf er að ræða en það er mikill kostur ef sama manneskjan getur sinnt báðum störfum. Umsóknarfrestur er til og með  4. september. Ráðið verður tímabundið í báðar stöðurnar. 

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. 

Nánari upplýsingar veitir Anna Margrét Tómasdóttir skólastjóri Reykhólaskóla á netfangið skolastjori@reykholar.is, eða í síma 434-7806. Ferilskrá og umsókn sendist á skolastjori@reykholar.is. 


Á döfinni

« Janar »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón