7. nóvember 2019

Popplestrarátak Reykhólaskóla

Popplestrarátak Reykhólaskóla hefst föstudaginn 8. nóvember

 

Kæru foreldrar og forráðamenn

 

Stutt er eftir af árinu og kominn tími til að poppa skólastarfið aðeins upp.

Föstudaginn 8. nóvember hefst Popplestur sem allir nemendur og starfsfólk Reykhólaskóla (bæði grunnskóla og leikskóla) taka þátt í og stendur yfir í tvær vikur.
Popplestur er þjálfunarátak í lestri þar sem nemendur lesa og skrá á poppmerkið (bókamerkið) sitt þær mínútur sem þeir lesa. Nemendur mega lesa upphátt og í hljóði, fyrir systkini, gæludýr og svo auðvitað foreldra og aðra ættingja og vini.

Nemendur í hverjum bekk hjálpast að við að safna sem flestum baunum. Fyrir hverjar 5 mínútur sem nemendur lesa fæst ein poppbaun, sem safnað er saman í krukku á meðan átakinu stendur. Nemendur/foreldrar skrá lesturinn á popplestrarmiða sem nemendur sýna umsjónarkennara sínum daglega og fá poppmiða í staðinn sem þau festa upp á vegg.

 

Leikskólabörn og nemendur í 1.-2. bekk mega skrá þær mínútur sem lesið er fyrir þau á meðan aðrir eiga að lesa sjálfir.

Að sjálfsögðu er aðalmarkmið popplestrar að auka lestrarfærni og ýta undir áhuga nemenda á lestri. Lestur hefur góð áhrif á málþroska barna og barna- og unglingabókmenntir eru mikilvægur hluti af barnamenningunni. Við lestur bóka má læra ýmislegt, bæði um sjálfan sig, aðra og samfélagið. Þannig má hafa gagn og gaman af lestri.

 

Popplestri lýkur fimmtudaginn 21. nóvember og verður haldið upp á það með glæsilegri poppveislu 22. nóvember.

Með von um góða þátttöku.

Með poppkveðju,

Læsisteymi Reykhólaskóla

Skrifaðu athugasemd:


Á döfinni

« Febrar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón