10. janúar 2020

Óveður og lokun skóla!

Endurskoðað janúar 2020

Ef appelsínugul eða rauð viðvörun er í gildi þá er öllu skólahaldi aflýst (grunn-, leik- og tónlistarskóli).

Ef gul viðvörun er í gangi þá meta foreldrar hvort þeir senda börn sín í skólann og skólabílstjórar meta hvort þeir keyri.


Ef skólastarf er fellt niður er slíkt auglýst á fésbókarsíðu skólans og með sms. 

Þegar veðrið inn í sveit og í Gufudalssveit er það slæmt að börnin komast ekki í skólann, meta skólabílstjórar aðstæður og láta vita á bæina ef þeir koma ekki. Foreldrar meta einnig aðstæður og ákveða hvort þeir telja óhætt að senda börnin í skólann. Best er að láta skólabílstjóra vita beint.

Ef ekki er hægt að koma börnum úr dreifbýli heim að skóladegi loknum fara nemendur á  „fósturheimili“ á Reykhólum sem foreldrar eru búnir að undirbúa fyrirfram.

Ef skóli fellur niður um lengri tíma vegna veðurs eru kennarar tilbúnir með verkefni eða námsáætlun, þannig að nemendur sem eru heima dragist ekki aftur úr þeim sem eru í skólanum. Þessi verkefni geta verið með ýmsum hætti. Foreldrar/nemendur geta verið í tölvu eða símasamskipum við kennara varðandi námið.

Á döfinni

« Febrar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón