4. mars 2014

Öskudagur og þemavika

1 af 2

Á morgun, öskudag verður foreldrafélagðið með hið árlega öskudagsball, kl. 15:00. Foreldrum er velkomið að koma í skólann kl. 14:30 til að aðstoða börnin sín í búningana. Nemendum leikskóladeildar verður ekki fylgt á ballið heldur er það á ábyrð foreldra að koma þeim þangað, það sama gildir um nemendur í grunnskóladeild.

Unglingadeildin verður með kaffisölu og kostar það 300 kr. fyrir grunnskólabörn en 500 kr. fyrir fullorðna. Fimleikaþjálfun fellur niður á morgun.

 

Í næstu viku eru þemadagar í Reykhólaskóla, yfirskrift þemadaga er „fjölmiðlar“. Í lok þemaviku eða föstudaginn, 14. mars verður árshátíð Reykhólaskóla, þar sem nemendur sýna og kynna afrakstur þemadaga.

Í þemaviku verður fimleikunum seinkað hjá nemendum grunnskóladeildar þ.e. 1. – 3. bekkur byrjar kl. 14:30 – 15:00 í stað 13:30 – 15:00. 4. – 10. bekkur byrjar kl. 19:30 – 21:00 í stað 15:15 – 16:45. Nemendur í leikskóla verða á sama tíma.

 

Kveðja starfsfólk Reykhólaskóla

Á döfinni

« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón