Ný önn í Tónlistarskóla Reykhólahrepps er að hefjast!
Kæru foreldrar og forráðamenn
Nú er að hefjast ný önn í Tónlistarskóla Reykhólahrepps
Reykhólaskóli býður upp á forskóla með blokkflautu fyrir 1-5 bekk.
Ef nemendur á þessum aldri hafa lokið forskóla þá geta þeir sótt um að læra á önnur hljóðfæri.
Eldri nemendur geta stokkið yfir blokkflautu og lært á önnur hljóðfæri en tónfræði þurfa allir að taka.
Fyrirkomulag kennslu verður á þá leið að kennt verður á skólatíma. Nemendur fara úr tímum 2x í viku í æfingakennslu og tónfræði, en séð verður til þess að hefðbundið nám raskist ekki mikið.
Umsóknum skal skilað til skólastjóra á póstfangið skolastjori@reykholar.is.
Í umsókn þarf að koma fram nafn nemanda, hljóðfæri sem nemandi vill læra á og hvort nemandinn fari í forskóla.
Skólagjald á nemanda: per.önn (haust/vor) Kr. 29.300.-
Systkinaafsláttur :
25% fyrir annað barn
50% fyrir þriðja barn
75% fyrir fjórða barn.
Frestur til að skila inn umsókn er til 27. janúar næstkomandi.
Tónlistarstarfið hefst samkvæmt stundaskrá 29. janúar.
Þeir sem voru í tónlistarskólanum á haustönn og ætla að halda áfram óbreytt á vorönn þurfa ekki að láta vita.
Með kveðju
Ingimar Ingimarsson, tónlistarkennari
Anna Björg Ingadóttir
Skólastjóri Reykhólaskóla