4. september 2018
Norræna skólahlaupið.
Næstkomandi Fimmtudag 6.9 verður norræna skólahlaupið hér í Reykhólaskóla. Allir nemendur taka þátt. Mismunandi vegalengdir eru í boði sem henta öllum aldurshópum. Við minnum á að nemendur komi með hlaupaklæðnað eftir veðri og vegalengd. Einnig minnum við á að nemendur eiga að koma með sundföt.