Nám og Gleði
Við minnum foreldra á að námskynning Reykhólaskóla Nám og Gleði verður miðvikudaginn 6. september 17:00. Hólabær mun einnig vera með kynningu á starfsemi leikskólans. Að kynningu lokinni verður boðið upp á súpu. Að lokinni súpu verður fundur foreldraráðs grunnskólans þar sem kosið verður í stjórn.
Dagskráin hefst kl. 17:00
Klukkan |
Hvað á að gera |
Hvar |
17:00 – 17:20 |
Foreldrar fara og hitta umsjónarkennara barna sinna þar sem farið verður yfir fyrirkomulag á kennslunni í vetur og nauðsynlegar upplýsingar. |
Í umsjónarstofum. |
17:20 – 17:40 |
Kynning fyrir foreldra leikskólabarna í leikskólanum þar sem farið verður yfir starf vetrarins. |
Í leikskólanum |
17:20 – 17:40 |
Kynning á útikennslu Reykhólaskóla og fyrirkomulag hennar í skólanum |
Í kennslustofu hjá 8. - 10. b |
17:40 – 18:00 |
Kynning á námsefni sem verður unnið með í vetur. |
Á bókasafninu |
Við hvetum alla foreldra til þess að koma.
Kveðja starfsfólk
Reykhólaskóla