22. maí 2012
Moltugerð
Í dag tókum við til höndunum úti. Fyrst náðum við í nýju moltutunnuna úr skottinu hjá Björgu. Svo settum við mold sem margir ánamaðkar búa í á jörðina og nokkrar greinar sem börnin fundu á lóð leikskóland saman við, blönduðum dálitlu af sandi og þá var allt tilbúið. Síðan bundum við tunnuna fasta og settum lokin á sinn stað. Náðum okkur svo í ávexti sem við borðuðum úti og settum náttúrulega allt flus og börk í vinnslu.