15. desember 2015
Litlu jólin og jólafrí
Kæru foreldrar/forráðamenn
Við gerum þá breytingu á skólastarfinu föstudaginn 18. desember vegna „Litlu jólanna“ að nemendur mæta í skólann kl 9:00 og fara heim um kl 12:00 og þá eru nemendur grunnskóladeildar komnir í jólafrí.
Þennan dag ætla nemendur að vera með pakkajól í sinni stofu, hámark pakkans er 500 - 1000 kr.
Mig langar að þakka fyrir samstarfið á þessu ári og óska ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Nemendur mæta svo aftur til skóla þriðjudaginn 5. janúar 2016.