18. desember 2014
Litlu jólin og jólafrí
Næstkomandi föstudag verða litlu jólin í Reykhólaskóla.
Nemendur grunnskóla mæta kl. 08:30 eins og venjulega. Byrjað verður á stofujólum þar sem nemendur skiptast á pökkum og maula á piparkökum í boði foreldrafélagsins. Jólaball fyrir báðar deildir verður síðan í íþróttasal skólans kl. 11:00 – 12:00. Nemendur fara svo og borða hangikjöt. Skólabílar fara kl. 12:30.
Leikskóladeild verður lokuð á milli jóla og nýárs
Við viljum svo óska ykkur gleðilegra jóla og hlökkum til að hitta ykkur á nýju ári.
Skóli (bæði leik- og grunnskóladeild) hefst að nýju mánudaginn 5. janúar 2015.