14. desember 2012
Litlu jólin
Mikið annríki einkennir skólastarfið þessa daganna. Nemendur hafa til að mynda skreytt skólann í anda jólanna, slakað á og farið í jóga og auðvitað föndrað ýmislegt jólalegt svo eitthvað sé nefnt.
Á fimmtudaginn verða litlu jólin haldinn hátíðleg líkt og verið hefur síðustu ár og mun leikskóladeildin einnig taka þátt í jólagleðinni. Gleðin tekur svo enda að loknu borðhaldi og halda nemendur í jólafrí kl 12:00 á hádegi fimmtudags.