12. september 2014
Lesið fyrir krakkana í leikskólanum
Einu sinni í viku fara krakkarnir í unglingadeildinni í heimsókn í leikskólann og lesa fyrir krakkana. Fyrir nemendur er þetta gott tækifæri til að æfa sig að lesa upphátt fyrir áhorfendur og er góð þjálfun fyrir nemendur í 7. bekk fyrir stóru upplestarkeppnina sem verður næsta vor. Krökkunum í leikskólanum finnst gaman að fá gesti og eru mjög áhugasöm og hlusta vel.
Skemmtilegt framtak hjá unglingadeildinni.