6. september 2019

Lesfimi - Menntamálastofnun

Á næstu tveim vikum er stefnt að því að prófa alla nemendur skólans í lesfimi. Reykhólaskóli mun leggja mikla áherslu á lestur og lesskilning, bæði í skólanum og heimalestur. Við viljum biðja ykkur kæru foreldrar og forráðamenn að hjálpa okkur með því að sinna heimalestri vel. Við miðum við að nemendur lesi að lágmarki 15 mínútur upphátt 5x í viku og einnig í fríum. Þannig ná þau að bæta sig mikið. Það hefur sýnt sig að þeir nemendur sem lesa ekkert eða lítið í sumarfríinu eyða allri haustönninni í að ná sama árangri og þau voru komin með í maí. Lestrarprófið sem við erum að fara í núna er hraðlestrarpróf en við munum að sjálfsögðu æfa þau í framsögn og eðlilegum leshraða enda er það mun eðlilegri lestur en hraðlestur er mælitæki sem Menntamálastofnun styðst við á landsvísu og gott er að nemendur séu ekki að "keppa" endilega við aðra um fjölda orða á mínútu en hugsi um að bæta sig frá síðasta prófi. Það er prófað í september, janúar og maí. 

 

Með bestu kveðju og góða helgi

Anna Björg

Á döfinni

« Febrar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón