Leikskóladeild opnar aftur eftir sumarfrí.
Nú fer sumarfríinu að ljúka og leikskóladeild opnar aftur 12. ágúst. Begga hættir í þann 1. september og komum við til með að sakna hennar sárt. Einar verður hjá okkur til áramóta. Bryndís verður deildarstjóri. Íris og Ágústa verða á sínum stað.
Núna í sumar er búið að brjóta upp allt gólfið í kjallaranum og á að einangra og setja í hitalagnir í gólfið. Af þessum sökum verður ekki hægt að taka kjallarann í notkun fyrr en um miðjan september. En þröngt mega sáttir sitja.
Í vetur verður opnunartíminn í leikskólanum frá kl. 07:45 – 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 07:45 – 14:00 á föstudögum.
Gott væri að heyra frá ykkur hvenær börnin ykkar byrja í leikskólanum.
Vona að þið hafið átt ánægjulegt sumarfrí og hlakka til að hitta ykkur.
Kveðja Ásta Sjöfn