21. nóvember 2017
Kári minnir á sig
Í kjölfar þess að Kári minnir all hressilega á sig þá langar mig að minna á að foreldrar leggja ávallt sjálfir mat á það hvort fylgja þurfi barni í skóla, óháð því hvort tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlilega fjarvist. Sama gildir ef börn eða foreldrar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa.
Skólaakstur fellur niður í dag, þriðjudag, vegna veðurs.
kær kveðja starfsfólk Reykhólaskóla.