21. maí 2013
KÖNNUN
Mennta- og menningarmálanefnd Reykhólahrepps lét útbúa könnun fyrir forráðamenn grunnskólabarna í Reykhólaskóla.
Könnunin kom inn um lúguna hjá íbúum í þorpinu í gær og fá nemendur sem koma með skólabíl könnunina afhenta í kvöld á opnu húsi.
Foreldrar geta svo skilað könnuninni í sérstakt pósthólf sem sett hefur verið fyrir ofan óskilamunaborð.
Endilega skilið könnuninni á skólaslitunum.