Íþróttamót í Borgarnesi
Nemendur á miðstiginu (5. – 6. – 7. bekkur) eru að fara á íþróttamót næstkomandi þriðjudag (1. september) í Borgarnesi. Mótið er frá kl. 10:00 – 14:00. Nemendur eru búnir að skrá sig í þær greinar sem þau ætla að taka þátt í. Ef þeir fara ekki á mótið þá verða skóli hjá þeim samkvæmt stundarskrá.
Nemendur leggja af stað frá Reykhólaskóla kl. 07:45 og verður einn skólabíll og bílar frá starfsmönnum. Íþróttakennarar Reykhólaskóla þær Kolfinna og Lóa fara með.
Nemendur fá samloku og ávöxt í hádeginu en þeir þurfa að koma með eitthvað að drekka og mega koma með aukanesti. Einnig er í lagi að taka með sér 500 krónur ef stoppað verður í sjoppu á heimleiðinni.
Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá Ástu Sjöfn, Kolfinnu eða Lóu.