4. september 2015

Í vikulok

Dalli og krakkarnir í 4.bekk
Dalli og krakkarnir í 4.bekk
1 af 2

 

Mikið er búið að vera gerast í þessari viku. Á mánudaginn var tónlist fyrir alla og þá komu í heimsókn þau Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún tónlistarmenn og kynntu fyrir okkur söngleiki.

Á þriðjudaginn fóru nemendur í 5., 6. og 7. bekk á íþróttamót í Borgarnesi. Þær Kolfinna og Lóa fóru með krökkunum og Villi sá um aksturinn. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og voru skólanum okkar til sóma.

Við fengum góðan gest í heimsókn í Reykhólaskóla á þriðjudaginn en það er hún Margrét María umboðsmaður barna. Hún hitti krakkanna í 8., 9. og 10. bekk og kynnti fyrir þeim starfsemi Umboðsmanns barna. Einnig fór hún yfir hver væru réttindi barna og ekki mætti gleyma að því fylgdu alltaf skyldur. Skemmtilegur og áhugaverður fyrirlestur.

Á fimmtudaginn kom Guðjón Dalkvist (Dalli) fyrir hönd Glæðis í heimsókn til nemenda í 4. bekk og gaf þeim öllum badmintonspaða eins og hann hefur gert síðastliðinn ár. Einnig gaf hann nýjum nemendum í skólanum spaða. Frábært framtak hjá Dalla.

Næsta vika hjá okkur er líka þéttskipuð. Miðvikudaginn 9. september kemur Vanda Sigurgeirsdóttir lektor í tómstunda- og félagsmálafræði og verður með fræðslu um Einelti og jákvæð samskipti. Hún hittir nemendur á skólatíma. Starfsfólk skólans verður á námskeið milli 15 – 17 og síðan verður fræðsla fyrir foreldra eftir það. Nánari tímasetning kemur síðar. Hvet alla sem geta að mæta.

Búið var að auglýsa nám og gleði þann 9. september en vegna komu Vöndu var því frestað til 15. september og byrjar það kl. 16:30 með kynningu á vetrarstarfi leikskólans. Aðalfundur foreldrafélagsins verður þegar námskynningarnar eru búnar.

Stefnt er að því að fara í haustferðina í næstu eða þar næstu viku. Við ætlum að reyna að sitja fyrir góðu veðri eins og vanalega. Starfsfólk skólans verður á bílum og verður sent heim í næstu viku beiðni um akstursleyfi með kennurum.

Endilega verið dugleg að hafa samband við skólann ef það eru einhverjar spurningar. 

Á döfinni

« Febrar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón