7. febrúar 2019

Hvað er framundan!

Núna eru krakkarnir í 7. bekk á Reykjum í Hrútafirði. Samkvæmt nýjustu upplýsingum skemmta þau sér mjög vel.

Mánudaginn 18. febrúar verður starfsdagur í leik- og grunnskólanum, börnin fá langa helgi. Miðvikdaginn 20. febrúar verða foreldarviðtöl og verður tímasetning á þeim auglýst síðar. Einkunnarblöðin fyrir haust 2018 verða jafnframt afhent þá og vil ég nota tækifærið og biðjast afsökunar á þessari seinkun sem orðið hefur á afhendingunni og skrifast hún alfarið á mig.

Það er verið að skoða skíðaferðalag til Akureyrar fyrir unglingadeildina og er stefnt að því að fara föstudaginn 22. febrúar til 25. febrúar og til vara 28. febrúar til 3. mars. Bergþór mun fara með þeim ásamt einhverjum öðrum.

Samræmd próf hjá 9. bekk verða 11. – 13. mars (mán, þrið og mið) þetta er breyting frá skóladagatali.

Iðnnemakynning verður 14. – 15. mars í Reykjavík og væri gaman ef hægt væri að fara með krakkana þangað til að kynna sér iðnmenntun og það nám sem er þar í boði.

Það verður starfsdagur mánudaginn 18. mars í grunnskólanum. Danskennsla verður 19. – 22. mars þar sem Jón Pétur kennir okkur réttu danssporin.

Smiðjuhelgi fyrir unglingana verður 5. – 6. apríl sem er breyting á skóladagatali.

Árshátíð Reykhólaskóla verður 11. apríl og páskafrí hefst 15. apríl.

 

Ég hvet ykkur til þess að fylgjast með á heimasíðu skólans eða inni á fésbókarsíðunni.

Einnig er ykkur velkomið að hringja eða koma í heimsókn. Við eigum alltaf kaffi á könnunni.

 

Kveðja Ásta Sjöfn

Á döfinni

« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón