25. febrúar 2016

Hvað er framundan?

Skólinn okkar stækkar og stækkar. Í febrúarmánuði byrjuðu fjórir nemendur í grunnskóladeildinni og nú eru nemendur grunnskóladeildar orðnir 50 talsins. Það sama hefur gerst í leikskóladeildinni. Nemendum þar hefur fjölgað um fjögur síðan um áramót og eru núna 19 talsins og enn er von á fleiri börnum. Nemendur í Reykhólaskóla eru því orðnir 69.

 

Dagskrá fram að páskafríi:

 

26. febrúar: Stærðfræðikeppni fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi. Aðalbjörg Egilsdóttir tekur þátt.

1. mars: Alþjóðlegi hrósdagurinn. Núna er tækifærið að hrósa!

2. mars: Nemendur í 7. bekk taka þátt í stóru upplestrarkeppninni á Hólmavík. Þrír nemendur frá Reykhólaskóla taka þátt. Við hvetjum nemendur í 6. bekk og foreldra þeirra að skella sér og kynna sér það sem framundan er.

4. mars: Samfés-ballið í Reykjavík. Nemendur í 8.-10. bekk fara.

7.-10. mars: Jón Pétur verður með danskennslu. Það er skylda hjá nemendum í grunnskóladeild að fara í dans. Börnum í 2011 og 2010 árgöngunum stendur til boða að fara í dans.

10.-16. mars: Þemavika í Reykhólaskóla.

11.-12. mars: Smiðjuhelgi í Varmalandsskóla fyrir nemendur í 8.-10. bekk.

16. mars: Sérfræðingar skólans koma til okkar.

17. mars: Árshátíð Reykhólaskóla.

18. mars: Páskafrí hefst.

29. mars: Skóli hefst eftir páskafrí.

 

Á döfinni

« Febrar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón