28. október 2015

Heimsókn sérfræðinga í skólann þann 5. nóvember 2015

Ágætu foreldrar/forráðamenn barna í Reykhólaskóla,

Nú er komið að fyrri heimsókn þeirra Elmars Þórðarsonar, sérkennslu-og talmeinafræðings og Brynjólfs Brynjólfssonar, sálfræðings. Þeir verða hér til viðtals og leiðsagnar fimmtudaginn 5. nóvember.

Þeir foreldrar sem óska eftir viðtalstíma fyrir sig og barnið sitt eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við umsjónarkennara eigi síðar en mánudaginn 2. N

óvember og verður síðan hringt í foreldra og þeim gefinn tími eftir samkomulagi.

Umsjónarkennarar hafa samband við foreldra ef þeim þykir brýnt að ræða við sérfræðinga um stöðu einstakra nemenda.

Kær kveðja
Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir

Á döfinni

« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón