30. september 2019
Haustferð á morgun, þriðjudaginn 1. október
Kæru foreldrar og forráðamenn
Við ákváðum að nýta þetta fallega veður og fara í haustferðina okkar á morgun. Þið afsakið hve fyrirvarinn er stuttur en stundum gerast hlutirnir hratt hjá okkur. Við ætlum að fara að Bjartmarssteini og leika okkur. Boðið verður upp á pylsur í hádegismat ásamt drykk en gott væri ef þau kæmu með vatn og eitthvað til að bíta í í morgunnesti (gos, sælgæti og snakk er ekki leyft). Mjög mikilvægt að nemendur komi klædd eftir veðri og í góðum skóm og með bakpoka og sundföt.
Með bestu kveðju
Anna Björg