3. október 2012
Haustferð á morgun
Hin árlega haustferð verður á morgun.
Farið verður með nemendur skólans (bæði leik- og grunnskóladeild) í Króksfjarðarnes á morgun strax kl 08:30. Börn sem koma með skólabílum í skólann koma beint í Króksfjarðarnes og seinkar því skólabílnum hjá þeim um ca hálftíma að morgni. Nemendur í grunnskóladeildinni fara svo í sund að lokinni ferð og verða því ÖLL að koma með SUNDFÖT.
Leikskólabörnin fara aftur á leikskólann. Skóladeginum lýkur svo á venjubundnum tíma.
Farið verður með börn sem ekki koma með skólabíl á einkabílum kennara og starfsfólks skólans.
kær kveðja skólastjóri