13. september 2018

Haustferð Reykhólaskóla - mánudaginn 17.9.2018

Í ár förum við í heimsókn að Sauðfjársetrinu á Ströndum. En þar til húsa er Náttúrubarnaskólinn.

 

Náttúrubarnaskólinn stendur fyrir fjölbreyttum og skemmtilegum námskeiðum, þar sem börn og fullorðnir læra um náttúruna. Við gerum allskonar skemmtilega hluti til dæmis föndra og mála, skoða seli, fugla, hreiður og blóm, förum í leiki, búum til fuglahræður, sendum flöskuskeyti og búum til jurtaseyði.

Þetta er frábært námskeið með skemmtilegum fróðleik og útiveru fyrir náttúrubörn á öllum aldri þar sem þú lærir með því að sjá, snerta, gera og upplifa.

 

Við minnum því foreldra á að börnin þurfa að vera vel klædd, enda fer námið að miklu leiti fram utandyra.

Dagskráin er þannig að nemendur mæta á hefðbundnum tíma í skólann. Við borðum morgunverð ögn fyrr og strax að morgunverði loknum þá förum við af stað. Áætlað er að vera komin heim um þrjú.

Á döfinni

« Febrar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón