15. september 2015
Haustferð 2015
Farið verður í haustferð á fimmtudag 17. september í Teigskóg. Lagt verður af stað frá Reykhólaskóla kl. 08:30 og keyrt að Gröf í Þorskafirði. Þaðan göngum við í Teigskóg. Nemendur mega koma með nesi með sér (ekki gos og nammi). Pylsur verða grillaðar í hádeginu. Stefnt er að því að vera komin á Reykhóla kl. 13:00 og fara í sund. Starfsmenn skólans sjá um akstur og fá nemendur senda heim miða vegna þess.
Nemendur eiga að koma með sundföt með sér og vera klædd eftir veðri.