8. september 2017

Gull og grjót - list fyrir alla

Mánudaginn 11. september mun skólinn fá heimsókn frá List fyrir alla með verkefnið Gull og grjót. Gull og grjót er verkefni sem snýst um að grunnskólabörn fái innsýn í heim arkitekta og hönnuða um það hvernig manngert umhverfi okkar hefur áhrif á okkur, hvort sem við áttum okkur á því eða ekki, og hversu nauðsynlegt það er öllum að það sé bæði listrænt, fallegt og gott að vera í. 

 

Verkefnið verður allan skóladaginn og því er nauðsynlegt að nemendur klæði sig eftir veðri því hluti verkefnis verður utan dyra. Nemendur frá 4-10 bekk taka þátt en þó er ekki útilokað að 1-3 bekkur fái að fljóta með. Það fer eftir veðri og vindum. 

 

Við hlökkum til að sjá alla krakka vel búna og káta á mánudaginn.

 

kær kveðja

starfsfólk Reykhólaskóla

Á döfinni

« Febrar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón