19. október 2012
Grænfánaheimsókn
Hún Gerður Magnúsdóttir frá grænfánaverkefninu kom í heimsókn til okkar í skólann og átti skemmtilegan fund með starfsfólki. Grænfánaverkefnið fer mjög vel af stað í skólanum og er óhætt að segja að nú sé allt komið á fullt. Við erum byrjuð að flokka allt ruslið okkar og endurnýta eins og við getum.