4. september 2018
Göngum í skólann hefst 5. september
Verkefnið Göngum í skólann fer af stað 5. september og líkur 10. október. Nemendur skólans labba í skólann og þeim nemendum sem eru í skólabíl verður hleypt út úr bílnum í hæfilegri fjarlægð frá skólanum svo þeir geti líka tekið þátt.
Verkefnið er árlegur viðburður hjá okkur og vonum við að allir á heimilinu taki þátt.