25. febrúar 2014
Góðverkavika í Reykhólaskóla
Vikan 17. – 21. febrúar var góðverkavika í Reykhólaskóla. Hver hópur settu sér góðverkamarkmið fyrir hvern dag. Einnig fengu nemendur sendar heim góðverkadagbækur.
Krakkarnir stóðu sig frábærlega og afrekuðu mörg góðverk. Sem dæmi má nefna;
Krakkarnir í:
- 1. – 6. bekk þrifu stofurnar sínar.
- leikskólanum fóru og sungu fyrir nemendur í grunnskóladeild.
- 3. – 4. bekk bjuggu til vinabönd handa öllum nemendum Reykhólaskóla.
- 5. – 6. bekk héldu tombólu og kakósölu og gáfu Barmahlíð ágóðann.
- 7. – 10. bekk leikgerðu söguna um Búkollu og sýndu nemendu leikskólans.
- 7. – 10. bekk hjálpuðu Ingvari að útbúa pitsu í hádegismatinn.
Nemendur í 5. - 6. bekk söfnuðu saman í 11,329 krónum sem þau afhentu í morgun Hrefnu Hugósdóttur, hjúkrunarforstjóra í morgun.