17. febrúar 2014
Góðverkavika
Vikan 17. - 21. febrúar er góðverkavika í Reykhólaskóla. Nemendur fá senda með sér heim góðverkadagbók, þar sem þau skrá góðverk sem þau gera á hverjum degi. Góðverk felst í því að rétta öðrum hjálparhönd, óumbeðin og án skilmála. Foreldrar/forráðamenn kvitta síðan fyrir. Umbunin er eigin vellíðan yfir að hafa orðið að liði - unnið góðverk.
Tökum öll þátt í þessu með börnunum okkar og gerum eitt góðverk á dag.
Markmið með góðverkadögum er að bæta mannlífið með hjálpsemi og vináttu – að gera góðverk