25. nóvember 2015
Góð gjöf til leikskóladeildar Reykhólaskóla
Kvenfélagið Katla og foreldrafélag Reykhólaskóla færðu í dag leikskóladeildinni frábæra og gagnlega gjöf. Það er iPad Air spjaldtölva að andvirði 110 þúsund krónur, sem félögin keyptu í sameiningu til að gefa deildinni. Gjöfina afhentu Áslaug Guttormsdóttir, formaður kvenfélagsins, og Sigrún Kristjánsdóttir, fulltrúi foreldrafélagsins, en Bryndís Héðinsdóttir deildarstjóri leikskóladeildar tók við henni ásamt krökkunum á leikskólanum.
Þess má geta, að núna um áramótin tekur Sigrún við sem deildarstjóri leikskóladeildarinnar.
Reykhólaskóli er mjög þakklátur fyrir þessa höfðinglegu og nytsamlegu gjöf.
Myndirnar voru teknar við afhendinguna.