25. apríl 2016
Glíma í Reykhólaskóla
Í dag fengu nemendur Reykhólaskóla góðan gest í heimsókn. Svala Hrönn glímukappi úr Dalabyggð kom í heimsókn og sýndi krökkunum hvernig ætti að bera sig að í glímu og nokkur brögð í glímu. Krakkarnir skemmtu sér konunglega og vonandi fáum við hana aftur í heimsókn sem fyrst.
Það var ungmennafélagið Afturelding sem sá um að skipuleggja komu hennar og þökkum við þeim kærlega fyrir.