22. maí 2020
Gjöf frá EM orku - Vindorkuverinu í Garpsdal
Reykhólaskóla barst höfðingleg gjöf á dögunum frá EM orku sem stendur að baki fyrirhugaða Vindorkuverinu í Garpsdal. Ríkarður Örn Ragnarsson, verkefnastjóri hjá EM orku kom og færði skólanum 15 Ipada. Þetta mun breyta mjög miklu fyrir nemendur, bæði vegna fjarnáms vegna óveðurs eða annarra atburða sem koma í veg fyrir skólasókn en hjápar okkur einnig til að stíga skref inn í heim upplýsingamenntar og samþættingu við aðrar námsgreinar. Við í Reykhólaskóla þökkum innilega fyrir okkur.