2. apríl 2014

Gísla saga Súrssonar

Í dag fengum við í skólanum góðan gest. Jón Þórðarson sögumaður, frá Bíldudal kom til okkar. Jón er núna að vinna sem stýrimaður á Grettir en gaf sér tíma til að koma og heimsækja okkur í skólanum til að segja okkur Gísla sögu Súrssonar. Hann mætti í fullum víkingaskrúða en skildi þó skjöld og sverð eftir heima. Nemendur í 1. – 10. bekk hlustuðu og voru þátttakendur í sögunni. Meiri en helmingur nemenda bruðu sér í gervi ýmisa persóna sögunar og má þar nefna: Gísli Súrsson, Auði kona hans og Guðríði fósturdóttur þeirra. Þarna voru systkini hans Þorkell, Ari og Þórdís, eiginmenn hennar Þorgrímur og Börkur hin digri, Eyjólfur grái, Vésteinn, Þórður hin huglausi svo að einhverjir séu nefndir. Frásögnin var mjög skemmtileg og náðu krakkarnir að lifa sig inn í hana.

Að þessu loknu var honum rænt inn á leikskóla þar sem hann sagði krökkunum þar sögur. Við viljum þakka honum kærlega fyrir góða skemmtun.

Á döfinni

« Febrar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón