13. september 2018

Fræðslu- og umræðufundur um menntun fyrir alla og menntastefnu 2030 - á Ísafirði

Fræðslu- og umræðufundur um menntun fyrir alla og menntastefnu 2030

 

Fundarstaður: Edinborgarhúsið á Ísafirði

Fundartími: Mánudagur 17. september 2018, kl. 13:00 – 16:00.

 

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að setja af stað mótun menntastefnu til 2030. Leiðarljós nýrrar menntastefnu á öllum skólastigum verður gæðamenntun fyrir alla. Eitt af markmiðum nýrrar menntastefnu verður að tryggja að allir í skólasamfélaginu líti á skólastarf án aðgreiningar sem grundvöll gæðamenntunar fyrir alla nemendur í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Á haustmánuðum 2018 verða haldnir 23 fræðslu- og umræðufundir um allt land um menntun fyrir alla, sem lið í mótun nýrrar menntastefnu. 

 

Mánudaginn 17. september 2018, kl. 13:00 – 16:00, verður haldinn fundur í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Fundurinn verður með fulltrúum kennara, frístundafólks og stjórnendum leik-, grunn- og framhaldsskóla, fulltrúum foreldra, fulltrúum skólaskrifstofu, fulltrúum skóla- og félagsþjónustu og fulltrúum heilsugæslu.

 

Markmið fundarins eru:

 

➢ Að ræða sameiginlegan skilning á menntun fyrir alla sem leiðarljós nýrrar menntastefnu til umbóta í skólastarfi og auka þar með jöfnuð meðal allra hópa skólasamfélagsins.

➢ Að ræða mikilvægi lærdómssamfélags og tækifæri til samstarfs og starfsþróunar á hverjum stað.

➢ Að ræða þverfaglegt samstarf á sviði mennta-, velferðar- og heilbrigðismála og ráðgjöf við nemendur, starfsfólk og foreldra.

➢ Að ræða hvernig aðilar í heimabyggð setja verkefni sem tengjast menntun fyrir alla á dagskrá.

 

Þeir sem hafa áhuga á að mæta á fundinn vinsamlegast hafið samband við skólastjóra í síðasta lagi föstudaginn 14.9.2018

 

kær kveðja

starfsfólk Reykhólaskóla.

Á döfinni

« Febrar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón