Fjármálanámskeið á Hólmavík
Samtök fjármálafyrirtækja hafa unnið að gerð kennsluefnis fyrir fjármálafræðslu unglinga sem nefnt hefur verið Fjármálavit . Kennsluefnið var þróað í samstarfi við kennara og kennaranema og er ætlað að mæta þörfinni á samræmdu kennsluefni í fjármálafræðslu í grunnskólum.
Efling fjármálafræðslu hefur verið eitt af forgangsverkefnum Samtaka fjármálafyrirtækja á undanförnum árum og með gerð Fjármálavits hefur mikilvægt skref verið stigið í þá átt.
Fjármálavit var fyrst kynnt í Evrópskri peningaviku í mars síðastliðnum en þá fengu yfir 1000 nemendur heimsókn frá starfsfólki fjármálafyrirtækja með Fjármálavit þar sem farið er yfir helstu grunnþætti fjármála.
Á Facebooksíðu Fjármálavits má sjá myndbönd og myndir frá heimsóknum í skóla en leiðbeinendur okkar eru oft duglegir að taka myndir og deila þeim með nemendum á Facebook.
Á næstunni verður Fjármálavit á ferðinni Grunnskólanum á Hólmavík og koma gestaleiðbeinendur í nafni Fjármálavits.
Nemendum í 8. – 10. bekk var boðið að koma og taka þátt. Þar sem fjármálafræðslan er á starfsdegi grunnskóla þá kemur skólinn ekki til með að sjá um þetta. En foreldrum er velkomið að fara með börnin. Þetta hefst kl. 13:10 í grunnskólanum á Hólmavík.
Með góðri kveðju
Skólastjórn