Eurovision-partý
í Reykhólaskóla er mikill áhugi fyrir Eurovision. í kvöld keppa Pollapönk fyrir Íslands hönd og af því tilefni ákváðum við að taka forskot á sæluna og hlusta á öll lögin sem keppa í kvöld og meta hvort að þau komist áfram. Eflaust finnst sumum að þetta eigi ekki að vera hluti af skólastarfinu en við erum hjartanlega ósammála. Í Eurovision er hægt að hlusta á margbreytilegan tónlistarstíl. Hægt er að læra landafræði með því að kynna sér hvar löndin eru í Evrópu. Læra fánana í Evrópulöndunum og sjá allskonar fólk. Fyrir utan hvað Eurovision getur verið skemmtilegt.
Nemendur greiddu atkvæði eftir hvert lag og er þetta niðurstaða Reykhólaskóla hvaða lög komast áfram:
Armenía
Lettland
Eistland
Svíþjóð
Ísland
Rússland
Úkranía
Portúgal
Svartfjallaland
Ungverjaland.
Að þeirra mati var Ungverjaland með besta lagið.
Svo er bara að sjá í kvöld hvort að við höfum haft rétt fyrir okkur!